top of page
harpaelin.jpeg

S. 852 1395 | kotlusetur(hjá)vik.is

HAFA SAMBAND
Vala Hauksdóttir
forstöðukona

Verið velkomin í Brydebúð. Hér er fjölbreytt starfsemi sem öll snýr að því að gera Mýrdalshrepp að góðum stað til að búa, dvelja og heimsækja.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira um aðstöðuna, heimsóknir í Kötlusetur eða til þess að leita ráðgjafar á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála.

Hér getur þú nálgast ráðgjafaþjónustu Sass á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála. Gjaldfrjáls þjónusta er allt að 7 klst. á ári fyrir einstaklinga og fyrirtæki og allt að 20 klst. fyrir stofnanir.

KENNSLA

Í Brydebúð er námsver með töflu, skjávarpa og nettengingu. Hægt er að leigja rýmið til námskeiða, funda og fjarkennslu.

Hér er boðið upp á yfirsetu í prófum í fjarnámi framhalds- og háskóla.

Nemum býðst einnig að nota aðstöðuna til lesturs og verkefnavinnu.

Námsverið rúmar að hámarki 30 manns í bíóröð eða 20 manns við borð. Þar er skjávarpi, tjald og tússtafla. Gott aðgengi fyrir fatlaða.

Sigrúnarstofa er  notalegt opið fundarými á lofti Brydebúðar. Hér er fundarborð fyrir allt að 14 manns, skjávarpi og tjald. Ekki aðgengilegt fötluðum.

bottom of page