top of page

Regnboginn - list í fögru umhverfi

Regnboginn – list í fögrum umhverfi er menningarhátíð eða menningarveisla okkar Mýrdælinga sem haldin er aðra helgi októbermánaðar ár hvert.

Regnboginn- list í förgu umhverfi, er samstarfsverkefni Menningarmálanefndar Mýrdalshrepps, Grunnskóla Mýrdalshrepps, Tónskóla Mýrdælinga, sóknarnefndar Víkursóknar og fyrirtækja í hreppnum.

Upphaflega hugmyndin að Menningarveislunni var að Mýrdælingar sameinuðust í að koma á fót fjölbreyttri menningardagskrá, sem íbúum og gestum væri boðið að upplifa í fögru umhverfi Víkur.

Með sameiginlegu átaki einstaklinga, fyrirtækja og stofnana var hægt búa til metnaðarfulla og ævintýralega dagskrá sem vekur athygli á umhverfi, sögu og mannlífi í Vík og nágrenni, en hefði einnig það hlutverk að hvetja til tengsla og vera jarðvegur fyrir frjóar hugmyndir til eflingar samfélaginu og til yndisauka fyrir íbúa.

​Að listiðkun og listupplifun eflist þarf vart að taka fram. Í því efni veitir menningarveislan óvænt og dýrmæt tækifæri fyrir alla sem vilja nýta sér þau.

Aðgangur er ókeypis að öllum listviðburðum og er veislan fjármögnuð með styrkjum frá sjóðum og fyrirtækjum.

Nánar um hátíðina hér á Facebook 

 

bottom of page