English below
Hjörleifshöfðahlaup Kötlu jarðvangs og Kötluseturs var haldið síðastliðinn laugardag 27. apríl í afar fallegu veðri, þó hin mýrdælska gola hafi aðeins verið að flýta sér á köflum. Hlaupið er árlegur hluti af jarðvangsviku Kötlu jarðvangs og bæjarhátíðinni Vor í Vík, og er skipulagt í góðu samstarfi við landeigendur: Viking Park Iceland.og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Góð þáttaka var í hlaupinu í ár, en 32 hlauparar hlupu fjórar mismunandi vegalengdir: 2,5 km, 7 km, 11 km og 22 km. Þetta var í fyrsta skiptið sem boið var upp á að hlaupa 22 km og mæltist það mjög vel fyrir!
Anna Metta Óskarsdóttir kom fyrst í mark í 2,5 km, Gréta Björk Einarsdóttir kom þar næst á eftir, en báðar kepptu í aldursflokknum 16 ára og yngri. Efnilegar hlaupadrottningar þar á ferð! Bróðir Grétu Bjarkar, Ásmundur Kristinn, fékk hetjubikar hlaupsins fyrir þátttöku sína í vegalengdinni. Ásmundur er 6 ára, var yngsti keppandinn í ár og stóð sig með eindæmum vel!
Það tóku fleiri flott systkynapör þátt í hlaupinu í ár því hinn 10 ára Andri Már Óskarsson, bróðir Önnu Mettu, var fyrstur til að ljúka 7 km. Andri Már kom einmitt fyrstur í mark í 2,5 km í fyrra. Öflug hlaupasystkini þarna á ferð!
Flestir þáttakendur hlupu 11 km leiðina og var það Guðmundur Árnason sem var fyrstur til að hlaupa þá leið. Það voru svo 4 hlaupahetjur sem prófuðu 22 km leiðna fyrir okkur og gerðu það með glæsibrag. Þar kom Reynir Zoëga fyrstur í mark og lyfti fyrsta Hjörleifshöfðahlaupsbikarnum fyrir 22 km.
Hlaupið fær mikilvægan stuðning frá fyrirtækjum og sjálfboðaliðum á svæðinu! Prjónastofan Katla, Smiðjan brugghús, Halldórskaffi, Icelandic Lava Show, Vík Horse Adventures, Svarta fjaran, Black Crust Pizzeria og Kötlusetur gáfu veglega vinninga til sigurvegaranna, veitingastaðirnir IceCave og Lava Café buðu öllum þátttakendum í ljúffenga súpu og smoothie að hlaupi loknu og Mýrdalshreppur sá um að hægt væri að skella sér frítt í sund!
Allt í allt var þetta yndislegur dagur við Hjörleifshöfða og þökkum við kærlega öllum þátttakendum, styrktaraðilum, sjálfboðaliðum og hlökkum mikið til næsta árs! Hjörleifshöfðahlaupið er haldið í kringum Sumardaginn fyrsta ár hvert, svo nú er um að gera að setja það í hlaupadagskrána!
Myndir og tímar hér: Hjörleifshöfðahlaupið 2024 og hjá hlaup.is!
Hjörleifshöfði trail running race was held last Saturday, April 27th, in very beautiful weather, although the breeze was perhaps going a bit to fast at times. The race organizers are Kötlusetur and Katla UNESCO Geopark. The race is an annual part of Katla Geopark's Geoweek and the town festival Vor i Vík, and is organized in good colaboration with the landowners: Viking Park Iceland. We thank them very much for that. The race was well attended this year, with 32 runners running four different distances: 2.5 km, 7 km, 11 km and 22 km. It was the first time that we ran the 22 km route and it turned out very well!
Anna Metta Óskarsdóttir finished first in 2.5 km, Gréta Björk Einarsdóttir came next, but both competed in the age group of 16 and under. Promising running queens there! Gréta's brother, Ásmundur Kristinn, received the race's hero trophy for his participation in the distance. Ásmundur is 6 years old, was the youngest competitor this year and did exceptionally well!
Most of the participants ran the 11 km route but it was Guðmundur Árnason who was the first to cross the finish line. There were 4 running heroes who tested the 22 km route for us and did it with flying colors. Reynir Zoëga won that distance and was the first one to lift the Hjörleifshöfða run trophy for 22 km.
The run receives important support from businesses and volunteers in the area! Katla Wool, Smiðjan brugghús, Halldórskaffi, Icelandic Lava Show, Vík Horse Adventures, Svarta fjaran, Black Crust Pizzeria and Kötlusetur gave great prizes to the winners, the restaurants IceCave and Lava Café offered all participants a delicious soup and smoothie after the race, and Mýrdalshreppur invited all participants for a dip in the local pool!
All in all, it was a wonderful day at Hjörleifshöfði and we would like to thank all participants, sponsors, volunteers and look we look very much forward to next year! The Hjörleifshöfði run is held around Summer's Day every year, so it's time to add it to the running schedule!
Comments