top of page
Af Höttutindi
Verkefnið sameinar menningu og náttúru í næsta nágrenni Víkurþorps. Hatta er hæsta fjall Mýrdalshrepps og þangað liggur aðgengileg gönguleið með upphafs- og endapunkt í Víkurþorpi. Leiðinni hefur lítið verið haldið við síðustu ár og til stendur að ráða bót á því, með betri merkingum og nýjum stikum. Uppi á Höttutindi er fagurt útsýni til allra átta og til er gamalt skaftfellskt ljóð í fimm erindum um þetta útsýni. Markmiðið er að hanna og setja upp fallegan stólpa í takt við umhverfið á toppi Höttu, með útsýnisskífu og ljóðaerindunum fimm. Hvert erindi vísa til hverrar áttar og lýsir því sem fyrir augu ber.
bottom of page